Ólafur Guðbjörn Skúlason hefur verið ráðinn sem forstöðumaður skurðstofa- og gjörgæslu frá og með 1. maí 2021.
Ólafur útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2000, lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006, sjúkraflutningaprófi 2008, diplómanámi í skurðhjúkrun 2012 og meistaranámi í hjúkrunarstjórnun með áherslu á mannauð og rekstur árið 2018.
Ólafur hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala eftir útskrift árið 2006, var formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2013 – 2016 og ráðinn deildarstjóri skurðstofa og gjörgæslu í Fossvogi 2016 og sinnti því þar til hann var ráðinn tímabundið sem forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslu í október 2020.