Nú standa yfir kynningar í grunnskólum Reykjavíkur á störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða fyrir 9. bekkjar stráka.
Markmið verkefnisins er að vekja áhuga stráka á hjúkrunarstörfum, breyta staðalímyndum og fjölga körlum sem ákveða að leggja fyrir sig sjúkraliða- og/eða hjúkrunarfræðinám.
Kynningarnar í skólunum byggja á stöðvaþjálfun þar sem strákarnir fá að kynnast störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á skemmtilegan hátt.
Jafnréttisnefnd Landspítala og hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri standa að verkefninu en það byggir á átakinu Stelpur og tækni sem Háskólinn í Reykjavík hefur staðið að síðastliðin ár með góðum árangri. Strákar og hjúkrun verkefnið fékk styrk frá Jafnréttissjóði sumarið 2020.
Markmið verkefnisins er að vekja áhuga stráka á hjúkrunarstörfum, breyta staðalímyndum og fjölga körlum sem ákveða að leggja fyrir sig sjúkraliða- og/eða hjúkrunarfræðinám.
Kynningarnar í skólunum byggja á stöðvaþjálfun þar sem strákarnir fá að kynnast störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á skemmtilegan hátt.
Jafnréttisnefnd Landspítala og hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri standa að verkefninu en það byggir á átakinu Stelpur og tækni sem Háskólinn í Reykjavík hefur staðið að síðastliðin ár með góðum árangri. Strákar og hjúkrun verkefnið fékk styrk frá Jafnréttissjóði sumarið 2020.