Ný reglugerð um sóttvarnir tók gildi á miðnætti 25. maí 2021 og gildir hún til 16. júní.
Eftirfarandi breytingar taka gildi á Landspítala frá og með birtingu þessarar tilkynningar:
1. Grímuskyldu starfsmanna Landspítala er aflétt nema í beinum sjúklingasamskiptum. Það á við um öll samskipti við inniliggjandi sjúklinga, sjúklinga á dag- og göngudeildum og rannsóknardeildum.
2. Heimsóknargestir eiga að bera grímu innan Landspítala.
3. Sjúklingar og fylgdarmenn þeirra, sem koma inn til skoðunar/rannsókna eiga að bera grímu innan Landspítala.
4. Á fundum (fræðslufundum, deildarfundum o.s.frv.) sem haldnir eru í fundarsölum Landspítala þar sem ekki er unnt að halda eins metra fjarlægð milli allra þátttakenda er skylt að bera grímu.
5. Eins metra regla gildir í matsölum Landspítala.
6. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvernig grímuskyldu óbólusettra starfsmanna verður háttað ef og þegar allri grímuskyldu verður aflétt.
Áfram gildir að bólusettir jafnt og óbólusettir skulu vera vakandi fyrir einkennum sem samrýmast COVID-19 og fara strax í sýnatöku ef einkenni gera vart við sig.