Fundur fagráðs Landspítala
Dagsetning: 4. júní 2021
Fundartími: 10:30
Staðsetning: Teams
Númer fundar: 2
Viðstaddir: Marta Jóns Hjördísardóttir, Jakobína Rut Daníelsdóttir, , Tryggvi Hjörtur Oddsson, Halldóra Eyjólfsdóttir, Erla Björg Birgisdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Fundarritari: Marta Jóns Hjördísardóttir
Gestur: Páll Matthíasson
Dagskrá
1. Fagráð upplýsir Pál um umræðu þeirra funda sem hafa verið haldnir og umræða um það í kjölfarið.
2. Samskipti – samtal um samskiptasáttmála. Vinna fram undan á úrbótum og að bæta ferli kvartana.
3. Mönnun, flókið mál núna vegna betri vinnutíma. Erfitt að áætla. Ekki komið fjármagn vegna styttingar en vonandi kemur það.
4. Fjármál – ýmis verkefni sem hafa valdið því að við höfum verið í halla, þótt jafnvægi sé að nást nú. Verið að vinna í hagræðingaraðgerðum. Fjárhagsmælaborð er að byrja, er fyrir stjórnendur. Ágreiningur um greiðslu launabóta hefur verið rekstrarógn. DRG kóðar stundum ekki alveg fylltir nógu vel út – mun fara að skipta öllu máli hvernig það er skráð. Skráning verður að lagast. Verulegur samdráttur í sértekjum í COVID – en hefur takmörkuð áhrif á reksturinn.
5. Flæði sjúklinga – alltaf sama megin áskorunin. Styttri meðallegutími en aukinn endur innlagnatími. Þau sem eru lengur en 30 daga eru hér oft í 6-7 mánuði, að bíða hjúkrunarheimilis. Vandinn heldur áfram að birtast á bráðamóttöku, sem sinnir sínum verkefnum vel en fólk er mjög lengi ef það þarf innlögn. Fólk á að vera farið innan 6 tíma eftir að innlögn var ákveðin, náum því ekki alltaf. Umræða um bréf sem sent var á forstöðumenn og beðið um að viðbrögð eftir helgina.
6. Hringbrautarverkefnið – umræða.
7. Leghálsskimanir – umræða.
Fundi slitið kl. 11:30.
Næsti fundur í byrjun september.