Ragnheiður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á göngudeild lyflækninga í Fossvogi.
Ragnheiður lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún er með diplóma í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka meistaranámi með áherslu á öldrun og heilbrigði frá sama skóla. Ragnheiður hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala frá útskrift auk þess starfaði hún sem sölufulltrúi hjá lyfjafyrirtæki í tvö ár.
Frá árinu 2009 til 2015 var Ragnheiður í útskriftarteymi á Landspítala. Árið 2015 tók hún við starfi deildarstjóra á bráðaöldrunarlækningadeild.
Ragnheiður var sett tímabundið í byrjun árs 2021 deildarstjóri á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma til undirbúnings opnunar deildarinnar. Ragnheiður hefur komið að ýmsum gæða- og umbótaverkefnum á vegum Landspítala.