Fæðingarskráningin á Íslandi birtir skýrslu fyrir árið 2019. Í henni eru ítarlegar upplýsingar um fæðingar á Íslandi á því ári. Landlæknisembættið hefur yfirumsjón með fæðingarskráningunni sem er staðsett á kvennadeildum Landspítala.
Skýrsla fæðingarskráningar 2019
Úr skýrslunni:
Fæðingar á árinu 2019 voru 4.385 þar sem alls fæddust 4.454 börn. Þetta er
fjölgun miðað við síðastliðin ár, en árið 2016 höfðu fæðingar ekki verið jafnfáar hérlendis
síðan árið 2002. Kvennadeild Landspítala er langstærsti fæðingastaður landsins
með 3.207 fæðingar sem eru rúmlega 73% allra fæðinga á landsvísu. Á fæðingadeild
Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fæddu rúmlega 9% kvenna árið 2019 eða 403 konur. Á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi (HVE) fæddu 348 konur eða tæplega 8%
fæðandi kvenna. Hlutfall fæðinga á öðrum fæðingastöðum var um eða undir 2,5% af
heildarfjölda fæðinga á landsvísu.