Gunnhildur María Kildelund hefur verið ráðin deildarstjóri á öldrunarlækningadeild L4/ L5 á Landspítala Landakoti.
Gunnhildur lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og diplómagráðu í öldrunarhjúkrun frá 2009. Í október 2021 mun Gunnhildur útskrifast með meistarapóf í hjúkrun, rannsóknin hennar er um músikmeðferð einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm.
Gunnhildur starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu og var hjúkrunardeildarstjóri þar í 8 ár en frá árinu 2016 hefur hún starfað á Vífilsstöðum.