1. Einstaklingar sem koma yfir landamæri og framvísa fullgildu bólusetningavottorði eða vottorði um afstaðna COVID-19 sýkingu og leita til Landspítala innan 5 daga frá komu til landsins (heimkomudagur er dagur 0) þurfa að vera í sóttkví á legudeild/dagdeild þar til sýni á fimmta degi hefur verið svarað neikvæðu. Þeir þurfa ekki að vera í sóttkví á göngudeildum/rannsóknardeildum og í styttri dagdeildarkomum en nota þá skurðstofugrímu skv. reglum Landspítala og sinna handhreinsun.
2. Einstaklingar sem koma yfir landamæri og eru hálf- eða óbólusettir og leita til Landspítala innan 7 daga frá komu til landsins (heimkomudagur er dagur 0) þurfa að vera í sóttkví á öllum deildum Landspítala þar til þeir hafa skilað neikvæðu sýni á sjöunda degi (þetta á við um börn og fullorðna).
Sjá nánar í meðfylgjandi gæðaskjölum:
COVID-19 - sóttkví sjúklings á legudeild/dagdeild
COVID-19 - sóttkví sjúklings á göngudeild
Ef einhver vafi leikur á hvernig útfæra skuli sóttkví einstaklinga sem eru nýkomnir yfir landamæri þá er alltaf hægt að senda póst á farsottanefnd@landspitali.is eða hringja í vaktsímann 620 2636 eftir kl. 16:00 og kl. 10:00-18:00um helgar og á almennum frídögum.