Bólusettur starfsmaður Landspítala sem ferðast erlendis þarf að fara í sýnatöku ef hann kemur til vinnu innan 7 daga frá komu til landsins.
1. Ef starfsmaður kemur strax til vinnu eftir heimkomu: Sýnataka sama dag og vinna hefst, í síðasta lagi næsta dag, starfsmaður er í sóttkví C þar til búið er að svara sýninu neikvæðu. Ef sýni er jákvætt þarf starfsmaður að fara strax úr vinnu og fara í einangrun. Síðan þarf að fara í rakningarvinnu á deildinni með tilheyrandi skipan í sóttkví og öðrum aðgerðum.
2. Ef starfsmaður kemur til vinnu eftir nokkra daga en innan 7 daga frá komu til landsins: Sýnataka 1-2 dögum áður en vinna hefst, neikvætt svar liggur þá fyrir áður en hann kemur til vinnu. Ef sýnið er jákvætt fer starfsmaður í einangrun en ekki þarf að grípa til aðgerða á Landspítala.
3. Sækja þarf um sóttkví C til farsottanefnd@landspitali.is.
4. Til að bóka sýnatöku skal senda tölvupóst á starfsmannahjukrun@landspitali.is