Í ljósi aukninna smita í samfélaginu hefur farsóttanefnd Landspítala ákveðið eftirfarandi:
1. Allir bólusettir starfsmenn Landspítala sem koma erlendis frá, frá og með 20. júlí 2021 eiga að skila neikvæðu PCR prófi áður en þeir mæta til vinnu. Þá má sækja um að starfa í sóttkví C sem gildir þar til annað neikvætt sýni liggur fyrir eftir 5 daga.
a. Sótt er um sóttkví C til farsottanefnd@landspitali.is
b. Sótt er um sýnatöku til starfmannahjukrun@landspitali.is
2. Allir inniliggjandi sjúklingar á Landakoti og Vífilsstöðum verða skimaðir vikulega óháð bólusetningarstöðu þeirra.
Vert er að benda á að auk ofangreindra aðgerða munu yfirvöld krefja alla sem koma til landsins frá og með 26. júlí um neikvætt PCR próf eða neikvætt mótefnahraðpróf sem má ekki vera eldra en 72 klst gamalt við byrðingu erlendis. Það mun ekki breyta því verklagi sem gildir á Landspítala og er lýst í lið 1.