Frá farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi.
Staðan kl. 12: Þrír eru inniliggjandi, 369 eru í eftirliti á COVID-19 göngudeild, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví.
Sérstakar tilkynningar:
1. Matsalir og kaffistofur. Verið er að leita leiða til að hefja á ný matarskömmtun og matarsendingar á deildir líkt og gert hefur verið í fyrri bylgjum Á því eru ákveðin vandkvæði en á meðan verið er að leysa úr því er starfsfólk beðið um að gæta ítrustu varúðar í matsölum og virða eins metra fjarlægðamörk þegar grímur er teknar niður til að matast. Þá taka aftur gildi takmarkanir á kaffistofum starfseininga sem miða við eins meterareglu.
2. Þar sem ekki er mögulegt að banna blöndun starfsfólks milli deilda er ástæða til að vekja athygli á reglum um starfsfólk sem fara á milli starfsstöðva og er starfsfólk beðið um að rifja þær upp.
3. Verið er að vinna í hótelúrræði fyrir starfsmenn sem þurfa að fara af heimili sínu vegna smits eða sóttkví á heimili (verndandi úrræði) eða vegna vinnusóttkvíar. Beiðnir um slíkt úrræði þurfa að berast til monnunarteymi@landspitali.is og verður reynt að leysa úr erindum eftir bestu getu næstu dagana.
4. Smitsjúkdómadeildin er ekki fullopin þar sem nú eru þar þrír COVID-19 sjúklingar og viðbúið að þeim fjölgi á næstu sólarhringum.
5. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda alla daga kl. 11:30 í kjölfar stöðumats spítalans. Eftir fundinn eru gefnar út tilkynningar um stöðuna og nýjar reglur/tilmæli sem birtar eru á öllum miðlum Landspítala og einnig sendar fjölmiðlum.