Frá farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi.
Staðan kl. 12: Átta sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með COVID-19, sjö á legudeildum og einn á gjörgæslu. 853 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 89 börn. Tveir er á rauðu en 9 einstaklingar flokkast gulir. 17 starfsmenn eru í einangrun, 35 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 165 starfsmenn.
Sérstakar tilkynningar
1. Í gær lögðust fimm einstaklingar inn á Landspítala vegna COVID-19. Því hefur áætlun um fjölgun COVID rýma verið ræst og stendur yfir vinna við að breyta smitsjúkdómadeild A7 í farsóttareiningu. Á meðan á því stendur er lungnadeild A6 í viðbragðsstöðu, sem og gjörgæsludeildir.
2. Árétting varðandi tilkynningu frá í gær um starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands og á að skila einu PCR sýni fyrir COVID-19: Við nánari skoðun hefur verið fallið frá þessari ákvörðun. Eigi að síður eru þeir sem hafa minnstu einkenni eða hafa nýlega verið á stöðum þar sem hafa komið upp smit eindregið hvattir til fara í sýnatöku.
i. Starfsfólk getur pantað sér sýnatöku í Heilsuveru og farið á Suðurlandsbraut 34, það getur látið taka sýni á sinni starfsstöð eða bókað sýnatöku hjá starfsmannahjukrun@landspitali.is. Þá verður að koma fram nafn, kennitala, gsm númer og ástæða sýnatöku.
ii. Ef sýni eru tekin á starfsstöð þá er mjög mikilvægt að merkja Aðsetur: Heilsufarsskoðun starfsmanna en ekki viðkomandi deild. Beiðandi er Már Kristjánsson.
3. Mikilvægt er að vanda til beiðna um vinnusóttkví C og sýnatöku. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
- 1. Nafn starfsmanns
- 2. Kennitala starfsmanns
- 3. Hvort starfsmaður er fullbólusettur eða hefur fengið COVID
- 4. Starfsheiti
- 5. Starfsstöð
- 6. Ástæða sýnatöku (ef við á, t.d. koma erlendis frá, útsetning, endurkoma úr orlofi)
- 7. GSM númer
4. Allir sjúklingar sem hafa legið inni í 48 klst. eða meira skulu skimaðir ef þeir flytjast á aðra stofnun eða þiggja þjónustu heima – þetta er óháð bólusetningastöðu. Frekari leiðbeiningar um skimun inniliggjandi sjúklinga eru í þessu gæðaskjali.
5. Nú gildir 2ja metra regla í kaffistofum og matsölum þar sem fólk tekur niður grímur til að matast.
6. Verið að huga að því að kalla fólk inn til starfa úr orlofi. Viðbragðsstjórn vill biðla til starfsfólks í orlofi,sem hefur þurft að breyta sínum áætlunum vegna faraldursins og gæti hugsað sér að geyma orlof þar til betur árar að gefa sig fram við sinn yfirmann.