Frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala:
Landspítali er á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining hættustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi:
Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlunum. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir (gulur litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega.
Staðan kl. 12
Nú eru 16 sjúklingar inniliggjandi á Landspítala vegna COVID-19, 14 á legudeildum og 2 á gjörgæslu, annar í öndunarvél. Þrír voru lagðir inn í gær vegna COVID. Einn var útskrifaður síðastliðinn sólarhring.
1.293 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 207 börn. Einn er á rauðu og 30 einstaklingar flokkast gulir og munu einhverjir þeirra koma til skoðunar í dag. 20 starfsmenn eru í einangrun, 15 í sóttkví A og 70 starfsmenn eru í vinnusóttkví.
Sérstakar tilkynningar
1. Ástæða er til að árétta að bólusettir starfsmenn sem koma erlendis frá og fara í tvær sýnatökur með vinnusóttkví C á milli verða að vera með samþykkta vinnusóttkví áður en þeir mæta til starfa eftir eitt neikvætt sýni. Sótt er um til farsottanefnd@landspitali.is og þarf umsókn að innihalda nafn, kennitölu, starfsstöð, hvenær kom heim og hvaðan.
2. Allir sem bóka sýnatökur hjá starfsmannahjukrun@landspitali.is verða að gæta þess að láta fullnægjandi upplýsingar fylgja með: nafn, kennitala, gsm nr., hvenær er óskað eftir sýnatöku og hvers vegna (einkennasýni, skimunarsýni vegna komu yfir landamæri).