Landspítali er á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining hættustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi:
Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlunum. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir (gulur litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega.
Staðan kl. 12
Nú eru 18 sjúklingar inniliggjandi á Landspítala vegna COVID-19, 15 á legudeildum og 3 á gjörgæslu. Fjórir voru lagðir inn í gær vegna COVID. Alls hafa 35 sjúklingar lagst inn í fjórðu bylgju COVID.
1.413 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 251 barn. Enginn er á rauðu en 39 einstaklingar flokkast gulir og munu einhverjir þeirra koma til skoðunar í dag. 19 starfsmenn eru í einangrun (sóttkví A) og 88 starfsmenn eru í vinnusóttkví (sóttkví C).
Sérstakar tilkynningar
1. Brýnt er að viðhafa grímuskyldu hvarvetna á spítalanum og virða 2 metra reglu, sérstaklega þegar matast er.
2. Þeir starfsmenn sem eiga þess kost að stunda vinnu sína heiman frá eru hvattir til að gera það í samráði við sinn næsta yfirmann.
3. Þeir starfsmenn sem fengu Jansen bóluefni hafa nú verið boðaðir til örvunarbólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
4. Áfram er sérstaklega óskað eftir kröftum hjúkrunarfræðinga sem geta bætt við sig störfum næstu daga og vikur m.a. á deildum A7 og B7.