Fundur fagráðs Landspítala
Dagsetning: 09. ágúst 2021
Fundartími: 12:00
Staðsetning: Teams
Númer fundar: 3
Viðstödd: Marta Jóns Hjördísardóttir, Jakobína Rut Daníelsdóttir, Tryggvi Hjörtur Oddsson, Halldóra Eyjólfsdóttir, Erla Björg Birgisdóttir, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Fjarverandi: Þórunn Jónsdóttir
Fundarritari: Marta Jóns Hjördísardóttir
Dagskrá
1. Alvarleg staða á spítalanum
Fagráð mun senda frá sér ályktun um stöðuna. Vinna við ályktun hafin á fundinum.
2. Álag á starfsfólk
Áhyggjur af miklu langvarandi álagi á starfsfólk, umræða. Ákveðið að leggja m.a. áherslu á það í áskorun auk þess að meðlimir fagráðs haldi á lofti umræðu um að fólki fái sitt frí og mikilvægi þess.
3. Tölvupóstur um samskipti við fjölmiðla
Ákveðið að senda formlegan tölvupóst á forstjóra og deildarstjóra samskiptadeildar og fá nánari upplýsingar um fjölmiðlastefnu Landspítala.
Fundi slitið kl. 13:00.
Næsti fundur í byrjun september.