Landspítali er á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining hættustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi:
Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlunum. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir (gulur litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega.
Staðan kl. 15
26 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID, þar af 4 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél.
Alls hafa 58 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40% er óbólusettur. Átta hafa þurft gjörgæslustuðning og fjórir þeirra fullbólusettir.
Nú eru 1.435, þar af 309 börn í COVID göngudeild spítalans og hefur fjölgað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit.
20 starfsmenn eru með COVID-19. 11 eru í sóttkví A og 69 sóttkví C.
Sérstakar tilkynningar
Í þeirri bylgju COVID-19 sem nú gengur yfir hefur Landspítali m.a. gripið til eftirtalinna ráðstafanna:
1. Báðar gjörgæsludeildir spítalans taka nú við sjúklingum með COVID-19
2. Smitsjúkdómadeild A7 tekur einungis við COVID-19 sjúklingum
3. Lungnadeild A6 tekur við COVID-19 sjúklingum
4. Unnið er að undirbúningi opnunar fleiri rýma fyrir COVID-19 sjúklinga á þriðju bráðalegudeildinni.
5. Aðrar bráðalegudeildir spítalans hafa aukið viðbúnað sinn til að sinna fjölbreyttari sjúklingahópum
6. Breyttar verklagsreglur við móttöku og meðferð sjúklinga á bráðamóttöku vegna útbreidds smits í samfélaginu
7. Dregið hefur verið úr starfsemi á göngudeildum lyflækninga og einungis brýnustu erindum sinnt.
8. COVID-19 göngudeildin í Birkiborg hefur verið efld verulega og tekur á móti sjúklingum sem þurfa sérstakt mat og meðferð.
9. COVID-19 símaeftirlit göngudeildarinnar hefur verið eflt verulega og mönnun styrkt.
10. Frestað hefur verið að hefja hefðbundnar valaðgerðir á skurðstofum spítalans og eru 6 af 18 skurðstofum lokaðar. Öllum bráðum og lífshótandi aðgerðum er sinnt.
11. Samstarf er við nágrannasjúkrahús um móttöku sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítala eða geta lokið sinni meðferð utan hans