Skrifstofa mannauðsmála hefur tekið saman eftirfarandi upplýsingar um stjórnendur Landspítala og laun þeirra í kjölfar fyrirspurnar fjölmiðla:
Á Landspítala eru yfir 6.000 starfsmenn og þar af eru ríflega 200 stjórnendur. Við bætast svo 2.000 nemendur við Háskóla Íslands og fleiri menntastofnanir sem stunda starfsnám við spítalann. Stöðugildi á spítalanum eru alls um 4.500. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á stjórnskipulagi spítalans árið 2019 og var m.a. framkvæmdastjórum fækkað úr 13 í 8 og laun þeirra lækkuð í kjölfarið.
Fjöldi stjórnenda hefur staðið í stað á spítalanum, eða fækkað lítillega, á meðan öðrum starfsmönnum, framlínufólki og öðrum, hefur fjölgað nokkuð (sjá meðfylgjandi mynd). Hlutfall stjórnenda (klínískra og annarra) af fjölda hefur lækkað jafnt og þétt undanfarinn áratug. Stjórnunarspönn stjórnenda (fjöldi starfsmanna pr. stjórnanda) á Landspítala er ein sú stærsta sem þekkist á Íslandi og þó víðar væri leitað
Heildarlaun
Forstjóri: 2.889.000 kr.
Framkvæmdastjórar: 1.915.074 kr.
Meðallaun annarra stjórnenda (föst laun)
Forstöðumenn: 1.600.235 kr.
Yfirlæknar: 1.635.305 kr.
Deildarstjórar hjúkrun: 1.338.507 kr.
Aðrir millistjórnendur: 1.242.310 kr.
Hér er hægt að skoða myndina fyrir ofan í fullri stærð og sækja hana