Frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn 23. ágúst 2021:
Um helgina greindist starfsmaður á Landakoti smitaður af COVID-19. Hann hafði verið við störf í vikunni og strax á laugardagsmorgni hófst umfangsmikil rakning og sýnataka skv. verklagi.
Allir sjúklingar deildarinnar skiluðu sýni og voru þau öll neikvæð. Þeir skila nýju sýni í dag, mánudag 23. ágúst 2021.
Þeir sjúklingar (5) sem viðkomandi sinnti voru settir í sóttkví sem lýkur með neikvæðu sýni á 7. degi - fimmtudag.
Allir starfsmenn deildarinnar skiluðu sýni um helgina og nú í dag og hafa þau hingað til öll reynst neikvæð. Hluti starfsmanna deildarinnar er í vinnusóttkví C og munu þeir skila sýni á 4. og 7. degi.
Einn sjúklingur sem var heima í helgarleyfi var settur í sóttkví en aðrir sem höfðu útskrifast þörfnuðust ekki sóttkvíar.
Deildin er lokuð fyrir innlagnir og ekki verða flutningar á aðrar stofnanir fyrr en allri sóttkví hefur verið aflétt.