Út er komin bókin Sagan um Rjóður eftir Guðrúnu Ragnars. Útgefandi er kvenna- og barnaþjónusta Landspítala.
Rjóður er hjúkrunar-. hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn sem rekið er af Landspítala. Velferðarsjóður barna átti mikinn þátt í því að Rjóður var opnað árið 2004 og þar hefur fjöldi langveikra barna síðan notið þjónustu og hvíldar.
Guðrún Ragnars var deildarstjóri Rjóðurs frá upphafi og þar til hún lét af störfum árið 2020. Lífsstarf hennar var að vinna við barnahjúkrun á ýmsum starfsvettvangi og sinna uppbyggingu og framþróun í þjónustu við langveik börn.
Með bók sinni varðveitir Guðrún sögu Rjóðurs frá upphafi til ársins 2020. Í henni er fjallað um uppbyggingu og þjónustu hvíldarinnlagna og endurhæfingar fyrir börn með langvinna sjúkdóma og innra starf Rjóðurs í 20 ár.
Sagan um Rjóður verður ekki í almennri sölu en hægt að hafa samband við höfundinn til að eignast bókina meðan birgðir endast. Tölvupóstfang Guðrúnar er gragnars@gmail.com.