Vakin er athygli á strætó í átaksviku sem hófst 30. ágúst 2021 en Landspítali stendur að 6 slíkum vikum þar sem hvatt er til þess að leita annarra leiða í umferðinni en að nota bílinn. Að átakinu standa líka Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Reykjavíkurborg, Strætó, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og fleiri. Vakin verður athygli á kostum vistvænna samgangna og ávinningi af þeim.
Á 6 vikum til loka september er hvatt til þess að hvíla bílinn að einhverju eða öllu leyti og reyna sem flesta kosti í umferðinni: Taka strætó? Hjóla í vinnuna? Nota rafhjól eða rafskútu? Ganga? Eða hugsanlega blanda þessu eitthvað saman - stundum eða alltaf?
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan fjallar Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala um átakið „Hvílum bílinn“.
Hver vika er með sitt þema:
1. Örflæði – frá 23. ágúst
2. Strætó – frá 30. ágúst
3. Hjólað til vinnu / Hjólað í háskólann – frá 6. september
4. Tími og peningar – frá 13. september
5. Samgönguvikan / heilsa – frá 20. september
6. Sleppum nagladekkjum - frá 27. september