„Tímarnir breytast og mennirnir með“ er yfirskrift ráðstefnu Dags öldrunar 2021 sem verður föstudaginn 19. nóvember á Hótel Natura og Zoom. Með því er vísað til mikilvægis þess að vera með þjónustu á hreyfingu og sníða og þróa hana að þörfum þjónustuþeganna og samfélagsings. Leitað er erinda sem tengjast málefninu.
Ráðstefnan á Degi öldrunar er þverfagleg og á vegum Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga, Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, Fagráðs öldrunarhjúkrunar á Landspítala og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ).
Óskað er eftir ágripum af rannsóknum, gæðaverkefnum eða öðrum verkefnum sem tengjast þema dagsins, stuðningi og þjónustu við aldraða og fjölskyldur þeirra á einkaheimilum, hinum ýmsu þjónustustigum og stofnunum. Hvað reynist vel, hvað er í þróun og hvert er stefnt? Nýjungar í þjónustu og þjálfun starfsmanna. Væntingar aldraðra.
- Frestur til að skila ágripum rennur út 10. september 2021. Um uppsetningu ágripa á meðfylgjandi auglýsingu um ráðstefnuna.
- Ágripum skal skila á oldrunarhjukrun@gmail.com
Dagur öldrunar 2021- Tímarnir breytast og mennirnir með - Auglýsing