Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september 2021. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.
Í aðdraganda forvarnardagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum.
Nú er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga, þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg, og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum.
Að dagskrá 10. september standa fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, geðþjónustu Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta-samtökunum, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.
Á vef Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna eru allir hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september, kl. 20:00.
- Til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
- Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda
- Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum