Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum).
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.
Alls hafa sjúklingar 97 lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins, 17 þeirra þurft gjörgæslustuðning og þrír látist.
Nú eru 543 sjúklingar, þar af 221 barn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður og 6 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.
Deild A7 hefur nú verið opnuð fyrir innlögnum en hún hefur eingöngu sinnt COVID-19 sjúklingum undanfarið.
Eftirfarandi reglur eru í gildi á Landspítala:
Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð.
Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi. Sjá hér.
Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð geta haft með sér einn fylgdarmann ef þeir óska þess.
Fundir eru heimilir ef hægt er að halda 1 metra fjarlægð milli fundargesta og allir bera grímu. Ef veitingar eru reiddar fram þarf að gæta að tveggja metra fjarlægð þegar matast er.
Bólusettir starfsmenn og starfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf á flugvellinum, fá heimild farsóttanefndar fyrir sóttkví C og fara í annað PCR próf eftir 5 daga (panta sjálfir í Heilsuveru).
Óbólusettir starfsmenn sem koma yfir landamæri sæta 5 daga heimasóttkví með 2 sýnatökum.
Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í sóttkví getur starfsmaður sótt um heimild til að starfa í sóttkví C á meðan sóttkví á heimili varir (ef ekki er hægt að halda algjörum aðskilnaði).
Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í smitgát þá þarf ekki sérstakar ráðstafanir utan venjulegrar aðgæslu.
Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.
Staðan kl. 14
7 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19. 6 eru á bráðalegudeildum spítalans. Á gjörgæslu er 1 sjúklingur en enginn í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 53 ár.Alls hafa sjúklingar 97 lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins, 17 þeirra þurft gjörgæslustuðning og þrír látist.
Nú eru 543 sjúklingar, þar af 221 barn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður og 6 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.
Tilkynningar
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd hafa ákveðið að aflétta hættustigi á spítalanum og færa hann á óvissustig. Í því felst að viðbúnaður er vegna COVID-19 á spítalanum en óveruleg áhrif er á reglulega starfsemi. Náið er áfram fylgst með framgangi faraldursins.Deild A7 hefur nú verið opnuð fyrir innlögnum en hún hefur eingöngu sinnt COVID-19 sjúklingum undanfarið.
Eftirfarandi reglur eru í gildi á Landspítala:
Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð.
Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi. Sjá hér.
Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð geta haft með sér einn fylgdarmann ef þeir óska þess.
Fundir eru heimilir ef hægt er að halda 1 metra fjarlægð milli fundargesta og allir bera grímu. Ef veitingar eru reiddar fram þarf að gæta að tveggja metra fjarlægð þegar matast er.
Bólusettir starfsmenn og starfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf á flugvellinum, fá heimild farsóttanefndar fyrir sóttkví C og fara í annað PCR próf eftir 5 daga (panta sjálfir í Heilsuveru).
Óbólusettir starfsmenn sem koma yfir landamæri sæta 5 daga heimasóttkví með 2 sýnatökum.
Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í sóttkví getur starfsmaður sótt um heimild til að starfa í sóttkví C á meðan sóttkví á heimili varir (ef ekki er hægt að halda algjörum aðskilnaði).
Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í smitgát þá þarf ekki sérstakar ráðstafanir utan venjulegrar aðgæslu.
Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.