Landspítala berast fjölmargar fyrirspurnir á hverjum degi um rekstur spítalans. Þær geta verið frá opinberum aðilum, fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum.
Á vef spítalans er nú komin sérstök vefsíða þar sem leitast er við að svara helstu spurningum sem varða rekstur spítalans. Gert er ráð fyrir því að vefsíðan verði lifandi enda bætast sífellt nýjar fyrirspurnir við og spítalinn mun eftir fremsta megni setja fram svör við þeim á síðuna.
Spurt og svarað um Landspítala