Reglulegir fræðslufundir lyflækninga á Landspítala á vetrarmisseri 2021 til 2022 hefjast 17. september.
Fundirnir eru í streymi frá Blásölum í Fossvogi og skráðir í viðburðadagatali á bæði innri og ytri vef spítalans. Þar er alltaf vefslóð til að tengjast fundinum.
Fundartímanum hefur verið breytt. Fundirnir hafa verið að morgni en verða í vetur í hádeginu, kl. 12:00-13:00.
Titill fyrsta fundarins er „Áskoranir í meðferð blóðnatríumlækkunar“ og fyrirlesari er Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu. Nánar um fundinn hér.