Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og prófessor og Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir háskólans í Reykjavík fengu Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs sem voru afhent 9. september 2021. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, fomaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin.
Bæði hafa þau Martin Ingi og Erna Sif langa vísindareynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þau eiga sameiginlegt að hafa verið verið valin ungir vísindamenn Landspítala, Erna Sif árið 2009 og Martin Ingi árið 2011.
Um verðlaunaveitinguna á vef Rannís
Ljósmynd af vef Rannís