Ný lyfjanefnd Landspítala er komin með síðu á vef spítalans, www.landspitali.is. Nefndin var skipuð þann 1. febrúar 2021 samkvæmt nýjum lyfjalögum nr. 100/2020 sem tóku gildi um síðustu áramót.
Lyfjanefnd tekur meðal annars ákvarðanir um notkun lyfja á opinberum heilbrigðisstofnunum, þ.m.t. leyfisskyldra lyfja, metur hvort og með hvaða hætti lyf gagnast sjúklingum, útbýr leiðbeiningar og forgangslista lyfja með tilliti til fjárheimilda. Nefndin skal einnig vinna að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja á spítalanum og í öðrum heilbrigðisstofunum landsins.
Heilbrigðisráðherra skipar lyfjanefnd Landspítala, að fenginni tilnefningu forstjóra Landspítala, og setur henni starfsreglur.
Vefsíðu lyfjanefndar Landspítala er að finna undir Sjúklingar/Aðstandendur, Fagfólk eða Um Landspítala á vef spítalans eða með leit í leitarreit.
Bein vefslóð er https://www.landspítali.is/lyfjanefnd.
Formaður lyfjanefndar Landspítala er Helga Eyjólfsdóttir sérfræðilæknir.
Vefsíða lyfjanefndar Landspítala