Utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Landspítala vegna alþingiskosninga 2021 lýkur á morgun, föstudaginn 24. september.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu á allmörgum deildum Landspítala að undanförnu fyrir sjúklinga á spítalanum.
- Í dag, 23. september, er hægt að greiða atkvæði á líknardeildinni í Kópavogi til kl. 16:30.
- Á morgun, 24. september, lýkur utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á spítalanum. Þá verður hægt að greiða atkvæði við Hringbraut milli kl. 14:00 og 17:00 á pallinum fyrir framan 13E og 13G á 3. hæð.
- Farið er inn á lokaðar deildir geðþjónustunnar á Landspítala með utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Búið er að fara á Klepp og 24. september verður farið á geðdeildina við Hringbraut.
Ekki mun hafa reynt á það á spítalanum að grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana vegna Covid sjúklinga í einangrun.
Á kjördag, 25. september, er ekki boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Landspítala.
Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu