Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.
Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum. Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.
Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:
1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.
2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.
3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.