Már Kristjánsson hefur tekið tímabundið við starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala af Runólfi Pálssyni, sem gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs spítalans.
Már lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, sérfræðinámi í lyflækningum frá New Britain General Hospital og University of Connecticut árið 1990 og sérfræðinámi í smitsjúkdómalækningum frá Boston University Medical Center árið 1993. Már hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1993 og hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi yfirlæknis smitsjúkdómalækninga og formennsku í farsóttanefnd spítalans. Hann er klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.