Á bráðamóttökunni í Fossvogi er ekki unnt að stjórna fjölda sjúklinga á deildinni hverju sinni sem helgast af eðli starfseminnar.
- Vegna hættu af yfirálagi á sóttvarnir og vegna takmarkana í húsnæði þarf að halda fjölda aðstandenda í fylgd með sjúklingum í lágmarki. Einn fylgdarmaður/aðstandandi er leyfilegur með hverjum sjúklingi þegar aðstæður leyfa.
- Vaktstjóri og stjórnandi læknir geta afturkallað leyfi aðstandanda til veru á deildinni við ákveðnar aðstæður til þess að tryggja öryggi. Vegna mikils fjölda sjúklinga getur til dæmis komið til þess að ekki sé hægt að leyfa viðveru aðstandenda.
- Í undantekningartilfellum getur vaktstjóri eða stjórnandi læknir veitt leyfi til þess að fleiri aðstandendur séu viðstaddir. Er það metið í hverju tilfelli fyrir sig.
Ekki er æskilegt að margir aðstandendur skiptist á að koma til sjúklings heldur skal heildarfjölda þeirra haldið í lágmarki eins og kostur er.
Æskilegt er að fylgdarmaður/aðstandandi sem er með sjúklingi á bráðamóttöku upplýsi aðra í fjölskyldunni um gang mála í samráði við sjúkling.