Frá farsóttanefnd Landspítala vegna aukinnar útbreiðslu COVID-19:
Vegna stöðu faraldurs COVID-19 hafa reglur um heimsóknir á Landspítala verið hertar: Einn gestur á dag getur vitjað sjúklings á auglýstum heimsóknartímum.
Gestir athugi eftirfarandi:
1. Einn gestur á dag getur vitjað sjúklings á auglýstum heimsóknartímum og dvalið að hámarki eina klukkustund.
2. Grímuskylda gesta er án undantekninga.
3. Gestir þurfa að vera 12 ára eða eldri.
4. Gestir komi ekki í heimsókn ef þeir eru í sóttkví, með einkenni eða með sýni í gangi. Aðstandendur sem eru nýkomnir erlendis frá þurfa að fara eftir sérstökum reglum sem varða þá.