Landspítali er á hættustigi
Í dag eru 18 sjúklingar með COVID inniliggjandi á Landspítala, þar af eru 4 á gjörgæslu, tveir í öndunarvél, 11 á smitsjúkdómadeild, einn á lungnadeild og tveir á geðdeild.
Í eftirliti göngudeildar eru 1.774 þar af 508 börn. 95 eru gulir, enginn rauður. Nýgreindir í gær voru 215.
Í gær komu átta manns til mats og meðferðar á göngudeild.
Nú eru 22 starfsmenn í einangrun, 23 í sóttkví og 218 í vinnusóttkví.
- Í morgun hófst önnur umferð af örvunarbólusetningu fyrir starfsfólk Landspítala. Mæting hefur verið með afbrigðum góð sem er ánægjulegt. Bólusett verður út vikuna samkvæmt áður auglýstu skipulagi en eftir það er fólki bent á að fara í Laugardalshöllina eða á Suðurlandsbraut.