Árleg vika vitundarvakningar um sýklalyfjanotkun er 18. til 24. nóvember 2021. Evrópudagur vitundarvakningar er 18. nóvember ár hvert. Markmiðið með vitundarvakningunni um sýklalyfjanotkun er að vekja athygli á þeirri hættu sem mönnum stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum og hvetja til ábyrgrar notkunar sýklalyfja.
Hvernig er hægt að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja?
Árangur af fræðslu um skynsamlega notkun sýklalyfja
Árlega frá árinu 2007 hefur sóttvarnalæknir gefið út skýrslu um ávísanir sýklalyfja á Íslandi 1. Í skýrslu frá 2014 kemur fram að ávísun sýklalyfja hafði staðið í stað frá árinu 2007. Var 23,0 DDD2 /1000 íbúa/dag árið 2007 en lækkaði í 21,2 DDD/1000 íbúa/dag árið 2014. Mestur hluti sýklalyfjaávísana er utan heilbrigðisstofnana (sjá mynd 2 í skýrslu1). Sýklalyfjaónæmi er fremur stöðugt á Íslandi. Einstaka sýklar hafa hátt hlutfall ónæmis líkt og E. coli sem er með um 50% ónæmi gegn ampicillini. Það er því mikilvægt að læknar séu ávallt á varðbergi um þróun ónæmis í bakteríum gegn sýklalyfjum.
Nýjasta skýrsla sóttvarnalæknis er frá 2019.
1 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014
2 DDD táknar „defined daily dose“ sem útleggst ráðlagður dagskammtur sýklalyfs
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) bendir á að útbreiðsla ónæmra sýkla meðal sjúklinga í Evrópu færist í aukana. Jafnframt lýsir stofnunin því yfir að sýklalyfjaónæmi sé meiri háttar lýðheilsufræðilegt viðfangsefni.
Sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun - Embætti landlæknis
European Antibiotic Awareness Day 2021
Vitundarvika um notkun sýklalyfja 2021 (pdf)
- eftir Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala
Hvað er vandamálið?
Bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eru daglegt vandamál á sjúkrastofnunum um alla Evrópu.
- Ómarkviss notkun sýklalyfja getur valdið því að ónæmar bakteríur taki sér bólfestu í sjúklingum og valdi sýkingum. Dæmi um slíkt eru stafylókokkar, sem eru ónæmir fyrir meticillíni (MÓSAr), þarmabakteríur sem eru ónæmar fyrir vancomycini (VÓE/VRE) og BBL-myndandi Gram neikvæðar bakteríur (bakteríur sem mynda breiðvirkan beta laktamasa).
- Ómarkviss notkun sýklalyfja tengist aukinni tíðni sýkinga af völdum Clostridíum difficile.
- Ástæður þess að ónæmar bakteríur dreifa sér og ógna öryggi sjúklinga á sjúkrahúsum eru:
- Sýklalyfjaónæmar bakteríur valda sýkingum og leiða til aukinnar sjúkdómsbyrði, hærri dánartíðni og lengri sjúkrahúsdvalar.
- Óheppilegt val sýklalyfja og tafir á meðferð sem haft getur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
- Takmarkað úrval virkra sýklalyfja sem aftur takmarkar meðferðarmöguleika.
- Flestir sjúklingar sem liggja á sjúkrahúsum fá sýklalyfjagjöf og um helmingur allra sýklalyfja sem er ávísað á sjúkrahúsum er ekki við hæfi.
- Ómarkviss notkun sýklalyfja er veigamikil ástæða fyrir myndun sýklalyfjaónæmis og kann að stafa af:
- Óþarfa ávísunum á sýklalyf.
- Of þröngri eða of breiðri virkni ávísaðra sýklalyfja.
- Of lítilli eða of mikilli gjöf sýklalyfja miðað við þarfir sjúklings.
- Of löngum eða of stuttum tíma sem sýklalyf eru gefin.
- Óbreyttri sýklalyfjagjöf þegar rannsóknarniðurstöður leiða í ljós að breytinga sé þörf.
- Skynsamleg notkun sýklalyfja getur komið í veg fyrir myndun sýklalyfjaónæmis hjá bakteríum.
- Minni sýklalyfjanotkun dregur úr tíðni á Clostridium difficile sýkingum.
Hvernig er hægt að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja?
- Sífelld fræðsla, leiðbeiningar um notkun, stefnumótun, takmörkun á notkun sýklalyfja og ráðgjöf frá sérfræðingum í smitsjúkdómum, sýklafræðingum og lyfjafræðingum getur leitt til markvissari ávísana og minnkaðs sýklalyfjaónæmis.
- Vöktun og skráning sýklalyfjaónæmis á sjúkrahúsum veitir mikilvægar upplýsingar sem nýta má til að leiðbeina við val á sýklalyfjum til fyrstu meðferðar alvarlega veikra sjúklinga.
- Rétt tímasetning og rétt tímalengd fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferðar fyrir skurðaðgerðir minnkar líkur á sýkingum á skurðstað og myndun fjölónæmra baktería.
- Niðurstöður rannsókna sýna að stuttur meðferðartími þarf ekki að hafa áhrif á batahorfur sjúklings en getur hins vegar dregið úr líkum á myndun sýklalyfjaónæmis.
- Með því að taka sýni í sýklagreiningu (ræktun) áður en meðferð hefst, fylgjast með ræktunarniðurstöðu og aðlaga meðferð að niðurstöðunni er unnt að draga úr óþarfa sýklalyfjameðferð.
Árlega frá árinu 2007 hefur sóttvarnalæknir gefið út skýrslu um ávísanir sýklalyfja á Íslandi 1. Í skýrslu frá 2014 kemur fram að ávísun sýklalyfja hafði staðið í stað frá árinu 2007. Var 23,0 DDD2 /1000 íbúa/dag árið 2007 en lækkaði í 21,2 DDD/1000 íbúa/dag árið 2014. Mestur hluti sýklalyfjaávísana er utan heilbrigðisstofnana (sjá mynd 2 í skýrslu1). Sýklalyfjaónæmi er fremur stöðugt á Íslandi. Einstaka sýklar hafa hátt hlutfall ónæmis líkt og E. coli sem er með um 50% ónæmi gegn ampicillini. Það er því mikilvægt að læknar séu ávallt á varðbergi um þróun ónæmis í bakteríum gegn sýklalyfjum.
Nýjasta skýrsla sóttvarnalæknis er frá 2019.
1 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014
2 DDD táknar „defined daily dose“ sem útleggst ráðlagður dagskammtur sýklalyfs