Frá farsóttanefnd 26. nóvember:
Fimmtudaginn 25. nóvember 20121 greindist smit hjá starfsmanni á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Deildin er í sóttkví og lokað er fyrir innlagnir. Í gærkvöld voru tekin sýni hjá öllum sjúklingum og er svara að vænta upp úr hádegi í dag. Nú í byrjun dags verða tekin sýni hjá starfsmönnum sem gætu hafa verið útsettir.
Þeir starfsmenn/verktakar sem komu á deildina á mánudag eftir kl. 15:00 og á þriðjudag milli kl. 8:00 og 16:00 eru beðnir að senda póst á rakning@landspitali.is
Um deild í sóttkví gildir að þar þarf að takmarka umgang eins og mögulegt er. Öll óþarfa umferð er bönnuð en allt sem er nauðsynlegt að gera er heimilt með notkun viðeigandi hlífðarbúnaðar. Búnaður ætti að vera til reiðu fyrir framan deildina. Hafið samband við starfsfólk áður en farið er inn.