Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 24 sjúklingar vegna COVID á Landspítala en 17 þeirra eru í einangrun. Þar af eru fimm sjúklingar á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Um helgina lögðust sjö inn en þar af var ein fæðing.
Heldur fækkar í COVID göngudeild en nú eru 1.372 einstaklingar, þar af 407 börn í símaeftirliti.
Um helgina komu 14 til mats og meðferðar í göngudeildinni.
Til skoðunar er að flytja nokkra einstaklinga frá smitsjúkdómadeild A7 á deild sem verður opnuð á morgun á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir COVID sjúklinga.