Níu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala þriðjudaginn 7. desember 2021 í Hringsal.
Styrkirnir til ungu vísindamannanna námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu þeir grein fyrir fjölbreyttum vísindaverkefnum sínum.
Vísindasjóður Landspítala, í krafti vinnu vísindaráðs spítalans, hefur veitt styrki til ungra vísindamanna síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja síðan þá allt að 125 milljónum króna. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni ungra starfsmanna spítalans.
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, flutti ávarp og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri og formaður Vísindasjóðs Landspítala, afhenti styrkina. Fundarstjóri var Rósa Björk Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala. Afhendingu styrkjanna var streymt beint út Hringsal.
Styrkhafarnir
Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Þorvarður Löve sérfræðilæknir, sviði hjúkrunar og lækninga og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Tíðni sýkinga hjá einstaklingum sem síðar greinast með iktsýki
Samstarfsaðili: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Berglind Árnadóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Sarklíki á Íslandi. Ættlægni, vefjaflokkun og meðferðarárangur
Samstarfsaðili: Sigríður Ólína Haraldsdóttir sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Birta Bæringsdóttir kandídat, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Útsetning fyrir sýklalyfjum snemma á ævinni og síðkomin áhrif á heilsu barna
Samstarfsaðilar: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Elsa Ruth Gylfadóttir ljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Upplifun kvenna af ytri ómskoðunum í stað hefðbundinna innri þreifinga við mat á framgangi fæðingar. Mat á möguleikum þess að ljósmæður noti ómskoðanir við mat á framgangi í fæðingum í framtíðinni.
Samstarfsaðili: Hulda Hjartardóttir yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Erla Svansdóttir sálfræðingur, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Líðan og bati eftir kransæðavíkkun: Áhrif sálfræðilegra þátta á endurhæfingu.
Aðrir samstarfsaðilar: Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Torfi Már Jónsson, MSc nemi við Háskólann í Reykjavík.
Erna Hinriksdóttir sérnámslæknir, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Halldóra Jónasdóttir yfirlæknir, geðþjónustu.
Rannsókn: Nýgengi og algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma á Íslandi.
Aðrir samstarfsaðilar: Magnús Haraldsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Oddur Ingimarsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og James MacCabe, prófessor við Institute of Psychiatry, King ‘s College, London.
Gísli Þór Axelsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Próteinlífvísar millivefslungnabreytinga og möguleg orsakatengsl við millivefslungnasjúkdóma.
Aðrir samstarfsaðilar: Vilmundur Guðnason yfirlæknir, Hjartavernd og prófessor við Háskóla Íslands og Thor Aspelund, prófessor við Háskóla Íslands.
Sæmundur Rögnvaldsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Sigurður Ingvi Kristinsson sérfræðilæknir, krabbameinsþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Blóðskimun til bjargar.
Ýmir Óskarsson sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjendur: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð - ónæmissvörun við inflúensubólusetningu hjá börnum eftir krabbameinslyfjameðferð við bráðahvítblæði (ALL).
Aðrir samstarfsaðilar: Siggeir Brynjólfsson náttúrufræðingur, rannsóknarþjónustu, Ólafur Gísli Jónsson sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu, VisMederi laboratory, Siena, Ítalíu, og The Public Health England (PHE) National Infection Service’s Virus Reference Department (VRD), London, UK.