Landspítali er á hættustigi
Nú liggja níu sjúklingar á Landspítala vegna COVID. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 2.805 eru í fjarþjónustu COVID göngudeildar, þar af 782 börn. Á gulu eru 86 einstaklingur – enginn á rauðu.
- Áfram greinist gríðarlegur fjöldi smita á degi hverjum og fer starfsfólk Landspítala ekki varhluta af því en nú eru rúmlega 80 starfsmenn fjarverandi vegna einangrunar (46) og sóttkvíar (36). Ef rekstraröryggi starfseininga er ógnað má sækja um undanþágu fyrir fullbólusetta starfsmenn sem eru í sóttkví í samfélaginu að koma til vinnu í sóttkví B. Senda skal umsókn á farsottanefnd@landspitali.is eða hringja í vaktsíma 620 2636.
- Starfsmaður Landspítala sem fær tilkynningu um að hann sé kominn í sóttkví í samfélaginu þarf að skipta strax um grímu, hreinsa hendur og setja upp fínagnagrímu án ventils. Hann má ljúka vaktinni sinni ef hann er einkennalaus en skal tilkynna sóttkvína til farsóttanefndar sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verið er að endurskoða gæðaskjal um framkvæmd sóttkvíar B og verður það endurútgefið í dag.
- Opið er í Birkiborg fyrir sýnatökur starfsmanna alla hátíðisdagana - sjá nánar hér