Barnaspítali Hringsins fékk núna fyrir jólin 2021 styrk frá stórum hópi kvenna sem Indíana Nanna, stofnandi GoMove Iceland, leiðir. Styrkféð safnaðist í Heilsuáskorun sem var haldin 6. til 22. desember.
Indíana hefur síðan í sumar verið með netnámskeið um mataræði og svefngæði. Heilsuáskorunin var lítið hliðarverkefni við námskeiðið en tilgangurinn var að hvetja konurnar sem tóku þátt til að bíða ekki fram í janúar með að rækta heilsu sína. Yfir 100 konur tóku þátt og tókst þeim því að safna 600.000 krónum á 6 dögum og rann öll upphæðin til Barnaspítalans.
Styrkurinn verður nýttur í að kaupa hægindastóla á stofur á barnadeildinni og hluti fer líka í afþreyingu fyrir eldri börn sem liggja inni.