Vegna umræðu um hágæslurými vill Landspítali árétta eftirfarandi:
Tvö hágæslurými voru opnuð nýlega á Landspítala Hringbraut og áætlað að tvö til viðbótar verða opnuð í Fossvogi um leið og aðstæður leyfa. Hágæslurýmin eru hluti af rýmum gjörgæsludeildarinnar og rekstri hennar og er ætlað að auka svigrúm til að sinna sjúklingum.
Ákveðins misskilnings hefur gætt um þessi rými og því rétt að árétta að hágæslurýmin eru ekki föst stæði heldur flytjast þau um deildina eftir þörfum. Staðsetning þeirra ræðst af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, t.d. hvort sjúklingar þurfa einangrun eður ei.
Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans.
Hugmyndafræðin á bakvið hágæslurýmin er að vissu leyti nýlunda á Landspítala og mun taka einhvern tíma að innleiða hana að fullu samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin munu að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfa fulla gjörgæslumeðferð en hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nægjanlega stöðugt til að flytjast á almenna legudeild.
Tvö hágæslurými voru opnuð nýlega á Landspítala Hringbraut og áætlað að tvö til viðbótar verða opnuð í Fossvogi um leið og aðstæður leyfa. Hágæslurýmin eru hluti af rýmum gjörgæsludeildarinnar og rekstri hennar og er ætlað að auka svigrúm til að sinna sjúklingum.
Ákveðins misskilnings hefur gætt um þessi rými og því rétt að árétta að hágæslurýmin eru ekki föst stæði heldur flytjast þau um deildina eftir þörfum. Staðsetning þeirra ræðst af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, t.d. hvort sjúklingar þurfa einangrun eður ei.
Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans.
Hugmyndafræðin á bakvið hágæslurýmin er að vissu leyti nýlunda á Landspítala og mun taka einhvern tíma að innleiða hana að fullu samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin munu að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfa fulla gjörgæslumeðferð en hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nægjanlega stöðugt til að flytjast á almenna legudeild.