Varðandi bólusetningar barna gvardandi_bolusetningar_barna_gegn_SARS+CoV-2_100122.pdfegn SARS-CoV-2
Þetta skjal sem gefið var út í janúar 2021 af læknum á Barnaspítala Hringsins, Ásgeiri Haraldssyni og Valtý Stefánssyni Thors, hefur verið uppfært. Skjalið er aðgengilegt bæði á vef Barnaspítalans og á vefsíðu Landspítala um kórónuveiruna og COVID-19.
Umtalsverðar vangaveltur eru í samfélaginu og á samfélagsmiðlum varðandi bólusetningar barna gegn COVID-19. Fyrir ári síðan (5. janúar) birtum við á síðu Barnaspítala Hringsins álit okkar á
bólusetningum barna á þeim tíma. Á því ári sem liðið er hafa birst niðurstöður rannsókna sem sýnt hafa góða virkni og öryggi bóluefnanna hjá börnum. Þá hefur faraldurinn tekið nokkrum breytingum á
þeim 12 mánuðum sem liðnir eru.
Það er skoðun okkar nú að bólusetningar barna, fimm ára og eldri séu bæði skynsamlegar og
mikilvægar.
(Útdráttur úr skjalinu fyrir ofan)