Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 33 sjúklingar með COVID á Landspítala, 26 eru með virkt smit. Nú liggja þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Sjö sjúklingar eru lausir úr einangrun en glíma við eftirköst.
Í gær bættust tveir sjúklingar í COVID hópinn og sjö útskrifuðust.
Um 8.300 manns eru í fjarþjónustu COVID göngudeildar þar af 2.995 börn. Áfram eru fjölmargar skoðanir í Birkiborg daglega.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Í gær greindust 28 starfsmenn með COVID og 10 eru með vafasvar sem þarf þá að endurtaka til að taka af öll tvímæli. Þetta er mikið áhyggjuefni og heggur mörg skörð í brothætta mönnun.
Einnig er áhyggjuefni að leikskólum er lokað og starfsmönnum gert að sækja börnin. - Minnt er á sýnatökur á Landspítala Hringbraut alla virka daga kl. 9:00. Strikamerki sem starfsfólk fær þegar það skráir sig í sýnatöku gildir við Hringbraut, í Birkiborg og við Suðurlandsbraut.