Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala frá 20. janúar 2022
Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á neyðarstigi frá 20. janúar 2022
- Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð. Á öllum bráðamóttökum eru notaðar fínagnagrímur án ventils við umönnun sjúklinga. Einnig er ráðlagt að nota fínagnagrímur við umönnun nýinnlagðra sjúklinga meðan ekki er búið að svara innlagnasýni (skimsýni f. COVID)
- Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
- Heimsóknir eru bannaðar nema með sérstökum undantekningum. Mælst er til þess að gesturinn sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðustu 6 mánuðum, ekki í sóttkví og ekki með nein öndunarfæraeinkenni eða hita. Gestur skal nota fínagnagrímu. Undanþágur frá þessu eru gerðar í samráði við stjórnendur viðkomandi deilda. Börn undir 12 ára aldri eiga ekki að koma í heimsókn nema með sérstöku leyfi. Gestir mega ekki borða með sjúklingum þar sem þá þarf að taka niður grímu.
- Starfsfólk í sóttkví í samfélaginu (sóttkví A) má kalla til vinnu í sóttkví B ef viðkomandi er fullbólusettur, með neikvætt PCR próf og einkennalaus. Hann skal fylgja reglum um framkvæmd sóttkvíar B í hvívetna. Ef hinn smitaði er heimilismaður starfsmanns þá þarf starfsmaður að skila neikvæðu sýni áður en hann mætir í sóttkví B. Ef svo er ekki þá er nægilegt að sýni sé í vinnslu.
- Leyfi sjúklinga eru ekki heimil nema að fengnu leyfi farsóttanefndar.
- Viðhafa skal hólfaskiptingu á öllum starfseiningum þar sem slíku verður við komið.
- Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð eiga ekki að hafa með sér fylgdarmann nema það sé algjörlega nauðsynlegt.
- Fundir starfsmanna þar sem komið er saman eru ekki heimilir að svo stöddu, bent á að nota fjarfundabúnað.
- Bólusettir starfsmenn og starfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu (eldri en 180 daga) sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf á flugvellinum, skrá sig í sóttkví C á vefnum og fara í annað PCR próf eftir 5 daga (panta sjálfir í Heilsuveru). Þeir sem ekki mæta í seinni sýnatöku fá áminningu í sms, ef því er ekki sinnt er haft samband við yfirmann viðkomandi. Þeir sem hafa fengið COVID fyrir meira en 14 dögum og minna en 180 dögum eru undanþegnir sýnatöku á landamærum og sóttkví C innan Landspítala.
- Óbólusettir starfsmenn sem koma yfir landamæri sæta fimm daga heimasóttkví með tveimur sýnatökum.
- Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í sóttkví getur starfsmaður sótt um heimild til að starfa í sóttkví C á meðan sóttkví á heimili varir (ef ekki er hægt að halda algjörum aðskilnaði).
- Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í smitgát þá þarf ekki sérstakar ráðstafanir utan venjulegrar aðgæslu.
- Ef starfsmanni Landspítala er boðið að skrá sig í smitgát vegna minni háttar útsetningar á hann þess í stað að hafa samband við farsóttanefnd sem skipar viðkomandi í sóttkví C með PCR prófi á 4. degi eftir ætlaða útsetningu.
- Ef heimilismaður á heimili starfsmanns fer í einkennasýnatöku og er ekki í sóttkví þá má starfsmaður koma til vinnu en hann þarf að nota fínagnagrímu án ventils þar til niðurstaða liggur fyrir. Ef heimilismaður í sóttkví fer í einkennasýnatöku þá ber starfsmanni að vera heima þar til niðurstaða liggur fyrir. Hann mætti koma í sóttkví B ef nauðsynlegt er.
- Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér
In English