Að gefnu tilefni vill sýkla- og veirufræðideild Landspítala árétta að deildin ræður við að greina um 5.000 sýni á dag. Berist fleiri sýni er óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á greiningu.
Í gær, mánudaginn 31. janúar 2022, bárust þannig um 7.000 sýni. Við slíkar aðstæður fær fólk hugsanlega ekki niðurstöðu úr sýnatöku samdægurs, eins og hefur oftast nær verið, heldur eftir 1-2 daga.
Starfsfólk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í Ármúla stendur langar vaktir við sýnagreiningar vegna Covid-19. Deildin er vel tækjum búin og með mikla afkastagetu.