Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 26 sjúklingar með COVID á Landspítala, þar af eru 19 í einangrun. Á gjörgæslu er 3 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél og annar þeirra í ECMO (hjarta- og lungnavél) að auki.
Í gær var einn lagður inn vegna COVID og tveir útskrifuðust.
Nú eru 207 starfsmenn í einangrun, 30 nýgreiningar í gær.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Miklar annir eru í rakningum innanhúss og vill rakningarteymi brýna fyrir fólki sem er útsett í samfélaginu að gefa sig fram og fá mat á útsetningu og þeim aðgerðum sem þarf að grípa til.
- Frá og með morgundeginum 4. febrúar verða ekki sýnatökur kl. 11:00 í Birkiborg. Þær eru alla virka daga kl. 9:00 og 13:00 og um helgar kl. 10:00 og 13:00. Minnt er á sýnatökur við Hringbraut (Eiríksgata 37) alla virka daga kl. 9.00. Einnig er ítrekað að strikamerki gilda líka á Suðurlandsbraut (og Ísafirði, Akureyri, Selfossi o.s.frv.).