Gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítala er eitt af sex verkefnum sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 10. febrúar 2022
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt námsmönnum fyrir framúrskandi starf við úrlausn verkefna sem Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkti árið 2022. Verkefnið um gagnasjána er í samvinnu Landspítala og Háskóla Íslands. Gagnasjáin vinnur gögn úr upplýsingakerfi gjörgæsludeildarinnar og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr þeim.
Verkefnið var unnið af Margréti Völu Þórisdóttur, Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur og Valgerði Jónsdóttur.
Leiðbeinendur voru Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við læknadeild og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.