Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 32 sjúklingar með COVID á Landspítala, þar af eru 30 í einangrun með virkt smit. Tveir sjúklingar er á gjörgæsludeild báðir í öndunarvél og annar í einangrun.
Í gær bættust 4 í hópinn og 8 útskrifuðust. COVID sjúklingar eru á fjölmörgum deildum spítalans og 256 starfsmenn eru í einangrun.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Mikið álag er á veirufræðideild og ekki tekst að svara PCR sýnum samdægurs, biðin getur verið 2 sólarhringar. Starfsmenn sem koma erlendis frá þurfa að gera ráð fyrir töf á svörum sýna þegar þeir koma yfir landamæri og skipuleggja vinnu sína með hliðsjón af því.
2. Starfsmenn sem fá strikamerki í PCR sýnatöku eru beðnir um að fara í Birkiborg eða Eiríksgötu 37 (einungis kl. 9 virka daga) frekar en á Suðurlandsbraut.
3. Afar mikilvægt er að starfsmenn fylgi leiðbeiningum um fjarlægðarmörk þegar gríma er tekin niður t.d. í matarhléi, bæði í matsal eða kaffistofu deildar.
4. Vakin er athygli á því að búið er að uppfæra flæðiritið sem hér er birt og skýrir aðgerðir vegna útsettra starfsmanna, nema og verktaka.