Landspítali er á hættustigi
Nú eru 44 sjúklingar með COVID á Landspítala, þar af er einn ekki lengur í einangrun. Þrír eru á gjörgæslu, allir í einangrun en enginn í öndunarvél.
Síðasta sólarhring bættust 7 sjúklingar í hópinn og 11 voru útskrifaðir eða einangrun aflétt.
Nú eru 342 starfsmenn í einangrun en síðasta sólarhring greindust tæplega 50 starfsmenn. Frá 15. desember til og með 16. febrúar hafa 1.463 starfsmenn Landspítala greinst með COVID og ýmist lokið einangrun eða eru í einangrun.
Í gær greindist metfjöldi smita eða tæplega 3.000 en að auki komu tæplega 900 jákvæð sýni inn eftir miðnætti sem teljast þá með smitum dagsins í dag.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Sérstakar tilkynningar
1. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn hafa þungar áhyggjur af því ástandi sem uppi er í heilbrigðiskerfinu þar sem mikill fjöldi starfsmanna er frá vegna COVID auk annarra veikinda og mikill fjöldi sjúklinga með COVID liggur á spítalanum bæði með og vegna COVID. Þeir eru á alls 11 deildum. Flestir eru á Vífilsstöðum eða 13 og næst flestir á smitsjúkdómadeild. Stærsta áskorun spítalans er að manna hvern sólarhring og nú horfir til algerra vandræða um helgina á mörgum deildum.
2. Mikilvægt er að þeir sem fá niðurstöðuna VAFASVAR eða INCONCLUSIVE úr sínu PCR prófi fari eftir þeim fyrirmælum sem gefin eru í sms skilaboðum með slíku svari. Þá skal viðkomandi einangra sig og bíða þess að fá nýtt boð í sýnatöku og/eða mótefnamælingu. Vafasvar getur þýtt að viðkomandi sé að byrja í veikindum, sé að ljúka veikindum, sé með gamalt smit eða það þýðir ekki neitt og kemur þá neikvætt til baka í endurteknu sýni.
3. Nú hefur verið uppfært flæðirit um útsetta starfsmenn sem allir eru hvattir til að kynna sér vel - það er að finna hér.
4. Þá hefur verið gert sambærilegt flæðirit um útsetta sjúklinga en það er að finna hér.
5. Gæðaskjal um einangrun inniliggjandi sjúklinga hefur verið uppfært. Nú þurfa tvíbólusettir sjúklingar með COVID sem eru einkennalausir/einkennalitlir að sæta einangrun í 10 daga í stað 14 áður. Óbólusettir eru áfram í 14 daga einangrun. Þríbólusettir í 7 daga.
6. Starfsmenn sem hafa lokið 5 daga einangrun heima eiga að vera í smitgát í tvo daga til viðbótar og eiga ekki að koma til vinnu fyrr en að sjö dögum liðnum. Þá skrá þeir sig í sóttkví C á vefformi hér: https://quarantine.landspitali.is/is