Landspítali er á hættustigi
Nú eru 47 sjúklingar með COVID á Landspítala en það er mesti fjöldi sem legið hefur inni í einu með virkt smit frá því 4. bylgjan hófst 30. júní 2021. Allir þessir 47 sjúklingar eru með virkt smit.
Í gær bættust 10 við og 5 fóru úr hópnum. Alls eru 64 sjúklingar inni á spítalanum sem hafa lokið COVID einangrun en hafa ekki getað útskrifast af ýmsum orsökum.
Einn sjúklingur er á gjörgæsludeild og bíður hann flutnings á legudeild.
Nú eru 337 starfsmenn í einangrun en í gær greindust rúmlega 80 starfsmenn með COVID.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Breytt verklag við endurkomu til vinnu eftir COVID sýkingu hjá starfsmönnum sem geta nú komið til vinnu eftir 5 daga einangrun hefur ekki skilað miklu enn sem komið er. Mörg treysta sér ekki vegna einkenna og þarf að vera alveg skýrt að það er enginn þrýstingur af hálfu stjórnenda spítalans. Aðalatriðið er velferð starfsmanna og að þeir gefi sér þann tíma sem þeir þurfa til að komast yfir sýkinguna.
- Miklar breytingar eru framundan hvað varðar PCR próf og notkun hraðgreiningarprófa. Farsóttanefnd hefur ekki haft ráðrúm til að fjalla um breytta nálgun og á meðan ekki hefur verið gefið út nýtt verklag þá gildir núverandi skipulag.
Þá er ekki ljóst hvaða áhrif reglugerðarbreytingar næstu daga hafa á fjarþjónustu og þjónustu Birkiborgar við COVID veika en sama verklag gildir þar til annað verður tilkynnt.