Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 55 sjúklingar með COVID á Landspítala, allir í einangrun, 3 eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél og einangrun. Áfram er mikið um greiningar á bráðamóttöku og hjá innlögðum sjúklingum og eru COVID sjúklingar nú á 14 deildum. 10 bættust í hópinn í gær og 11 fóru úr honum.
Starfsfólk í einangrun er 235 talsins.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Til áréttingar og leiðbeiningar eru hér leiðbeiningar um hvernig PCR próf eru pöntuð:
Til að panta PCR próf skráir starfsmaðurinn sig inn í Heilsuveru. Í vallista vinstra megin er flipi með heitinu COVID-19. Lítil ör er í flipanum hægra megin. Ef smellt er á örina opnast valmöguleikar um að panta sér PCR próf ofl. Starfsmaðurinn velur „Bóka PCR sýnatöku“, fyllir út formið, velur Birkiborg sem sýnatökustað og sendir beiðnina. Þá fær hann sent strikamerki.